Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Unglingadeild UEFA: Stjörnumenn unnu en eru dottnir úr leik
Mynd: Stjarnan
2. flokkur Stjörnunnar er úr leik í unglingadeild UEFA þrátt fyrir að hafa unnið UC Dublin, 3-2, á Samsung-vellinum í kvöld.

Stjörnumenn urðu Íslandsmeistarar í 2. flokki á síðasta ári og fengu því sæti í keppnina fyrir þetta tímabil.

Liðið dróst gegn UC Dublin frá Írlandi en liðin áttust við í tveggja leikja rimmu.

Stjarnan tapaði útileiknum 3-0 og þurfti því kraftaverk í síðari leiknum, sem var fór fram í Garðabæ í kvöld.

Ólafur Viðar Sigurðsson gaf Stjörnunni von með marki strax á 7. mínútu, en gestirnir náðu mikilvægu jöfnunarmarki undir lok fyrri hálfleiks.

Stjörnumenn gáfu ekki upp von. Ingólfur Gauti Ingason kom heimamönnum aftur í forystu snemma í síðari hálfleiknum og þá gerði Hafþór Andri Benediktsson þriðja markið þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Undir lok leiks skoruðu írsku gestirnir annað mark sitt í leiknum og náðu þar með að gera út um endurkomu Stjörnunnar. Lokatölur í leiknum 3-2 fyrir Stjörnumönnum, en það er Dublin sem fer áfram samanlagt, 5-3.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner