Það er óhætt að segja að Willum Þór Willumsson hafi verið rændur marki í gær þegar Birmingham lagði Huddersfield að velli í ensku C-deildinni.
Eina mark leiksins skoraði Alfie May eftir rúmlega klukkutíma leik.
Eina mark leiksins skoraði Alfie May eftir rúmlega klukkutíma leik.
En fyrr í leiknum hafði May skallað boltann yfir markið eftir að Willum hafði gert frábærlega. Willum fór illa með varnarmenn Huddersfield og átti skottilraun sem var á leiðinni inn í markið, en May stóð nánast á línunni, ákvað að skalla boltann og setti hann yfir.
„Frábært hlaup hjá Willumssyni. Þetta var á leiðinni inn!" sagði sá sem lýsti leiknum í breska sjónvarpinu.
Myndband af þessu atviki má sjá neðst í fréttinni en sem betur fer vann Birmingham leikinn og May endaði á því að vera hetjan. Þetta var sjöundi sigur Birmingham í röð í deildinni en liðið hefur ekki unnið jafn marga deildarleiki í röð síðan árið 1946.
Great clearance .... shame he didn't need to even touch it ... oh dear Alfie May ..
— Blues Collective (@BluesCollective) October 1, 2024
Now make up for it with a goal #BCFC pic.twitter.com/lTU9F4Qetw
Athugasemdir