Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum rændur marki af eigin liðsfélaga
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Willum Þór Willumsson hafi verið rændur marki í gær þegar Birmingham lagði Huddersfield að velli í ensku C-deildinni.

Eina mark leiksins skoraði Alfie May eftir rúmlega klukkutíma leik.

En fyrr í leiknum hafði May skallað boltann yfir markið eftir að Willum hafði gert frábærlega. Willum fór illa með varnarmenn Huddersfield og átti skottilraun sem var á leiðinni inn í markið, en May stóð nánast á línunni, ákvað að skalla boltann og setti hann yfir.

„Frábært hlaup hjá Willumssyni. Þetta var á leiðinni inn!" sagði sá sem lýsti leiknum í breska sjónvarpinu.

Myndband af þessu atviki má sjá neðst í fréttinni en sem betur fer vann Birmingham leikinn og May endaði á því að vera hetjan. Þetta var sjöundi sigur Birmingham í röð í deildinni en liðið hefur ekki unnið jafn marga deildarleiki í röð síðan árið 1946.


Athugasemdir
banner
banner
banner