lau 02. nóvember 2019 21:23 |
|
Heimild: Íslendingavaktin
Hörður Björgvin maður leiksins gegn Zenit
Hörður Björgvin Magnússon lék í hjarta varnarinnar er tíu leikmenn CSKA Moskvu sóttu stig til toppliðs rússnesku deildarinnar, Zenit.
CSKA leiddi eftir jafnan fyrri hálfleik en missti mann af velli í upphafi þess síðari. Heimamenn tóku þá stjórn á leiknum og náðu að jafna á 73. mínútu.
Hörður átti stórleik í vörninni og var valinn maður leiksins. CSKA tókst að halda í stigið þrátt fyrir þunga atlögu frá Zenit. CSKA er í toppbaráttunni, sex stigum eftir Zenit.
Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður í dag.
CSKA leiddi eftir jafnan fyrri hálfleik en missti mann af velli í upphafi þess síðari. Heimamenn tóku þá stjórn á leiknum og náðu að jafna á 73. mínútu.
Hörður átti stórleik í vörninni og var valinn maður leiksins. CSKA tókst að halda í stigið þrátt fyrir þunga atlögu frá Zenit. CSKA er í toppbaráttunni, sex stigum eftir Zenit.
Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður í dag.
View this post on Instagram🔝Приз лучшему игроку матча сегодня забирает @hordurmagnusson 💪🏼 ⠀ #ЗенитЦСКА #мыЦСКА
A post shared by PFC CSKA Moscow (@pfc_cska) on
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
21:06
17:10