Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker hefur ekkert æft og Stones ekki með í næstu leikjum
Mynd: EPA

Manchester City miissti toppsætið til Liverpool í dag þegar liðið tapaði gegn Bournemouth.

Það eru mikil meiðslavandræði í hópnum en Kyle Walker var í byrjunarliðinu í dag þrátt fyrir að hafa ekkert æft að undanförnu.


Pep Guardiola sagði að hann hafi aðeins tekið þátt í sex mínútur á æfingu í gær en það var í fyrsta sinn sem hann æfði eftir landsleikjahléið um miðjan október.

Þá sagði Guardiola að Ruben Dias og John Stones verði líklega ekki með í næstu tveimur leikjum liðsins fram að næsta landsleikjahléi.

Guardiola hrósaði Bournemouth eftir tapið.

„Þetta var opinn leikur. Við fengum tækifæri í lokin en ég óska Bournemouth til hamingju með sigurinn. Þeir eru svo aggressívir, vinna bolta á miðjunni og einvigin. Þeir fengu sex til sjö daga til að undirbúa sig. Þeir eru með líkamlegan styrk og hraða en við verðum að vinna svona baráttu."


Athugasemdir
banner