Suður-Kórea fór áfram á fleiri mörkum skoruðum en Úrúgvæ

Gana 0 - 2 Úrúgvæ
0-0 Andre Ayew ('21 , Misnotað víti)
0-1 Giorgian de Arrascaeta ('26 )
0-2 Giorgian de Arrascaeta ('32 )
Suður-Kórea 2 - 1 Portúgal
0-1 Ricardo Horta ('5 )
1-1 Kim Young-Gwon ('27 )
2-1 Hee-Chan Hwang ('90 )
0-0 Andre Ayew ('21 , Misnotað víti)
0-1 Giorgian de Arrascaeta ('26 )
0-2 Giorgian de Arrascaeta ('32 )
Suður-Kórea 2 - 1 Portúgal
0-1 Ricardo Horta ('5 )
1-1 Kim Young-Gwon ('27 )
2-1 Hee-Chan Hwang ('90 )
H-riðli heimsmeistaramótsins er lokið og dramatíkin rosalega á mótinu heldur áfram.
Portúgal vann riðilinn þrátt fyrir tap gegn Suður-Kóreu þar sem Cristiano Ronaldo spilaði fyrstu 65 mínúturnar. Kóreumenn skoruðu sigurmarkið fljótlega í uppbótartíma þegar Son Heung-min átti frábærlega tímasetta sendingu á Hee-Chan Hwang sem kláraði smekklega. Þetta mark tryggði Suður-Kóreu annað sætið og þar með sæti í 16-liða úrslitum.
Úrúgvæjar unnu 2-0 sigur gegn Gana þar sem Giorgian de Arrascaeta skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Gana klúðraði víti þegar staðan var markalaus.
Smelltu hér til að sjá mörkin
Luis Suarez, versti óvinur Ganverja, var rosalega áberandi í leiknum. Hann átti marktilraun í aðdraganda fyrra marksins og lagði upp það seinna. Þá hafði hann ýmsar ábendingar fyrir dómarann sem fékk að lokum nóg og spjaldaði hann. Suarez fór af velli fyrir Edinson Cavani á 66. mínútu.
Leikur Suður-Kóreu og Portúgals kláraðist talsvert á undan og þegar farið var inn í átta mínútna uppbótartíma var búið að flauta af hinumegin. Það var rosaleg spenna og Úrúgvæ lagði allt kapp á að sækja markið vitandi að það þyrfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram.
Þrátt fyrir flott færi þá náði Úrúgvæ ekki að bæta við marki og þegar á hólminn var komið þá féll Úrúgvæ út á slökum sóknarleik. Þrátt fyrir að vera með stjörnum prýdda sóknarlínu skoraði Úrúgvæ aðeins tvö mörk á mótinu.
Lokastaðan:
Portúgal 6 stig
Suður-Kórea 4 stig (4-4 í markatölu)
Úrúgvæ 4 stig (2-2 í markatölu)
Gana 3 stig
Suður-Kórea er komið upp í 16-liða úrslitin eftir að hafa lagt af velli Portúgal - sjáið þegar þeir fá niðurstöðu úr leik Gana og Úrúgvæ og þær fréttir að sætið sé þeirra í 16-liða úrslitunum. pic.twitter.com/is0uN3iKbe
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022
Athugasemdir