Dröfn Einarsdóttir er snúin aftur til Grindavíkur en hún hefur leikið með grönnunum í Keflavík undanfarin ár.
Dröfn er 24 ára en hún er uppalinn í Grindavík og gekk til liðs við Keflavík árið 2019 en er snúin aftur heim. Hún hefur leikið 226 leiki og skorað 27 mörk.
Ása Björg Einarsdóttir systir Drafnar er leikmaður Grindavíkur en hún lék 18 leiki fyrir liðið í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð þar sem Grindavík hafnaði í 6. sæti.
"Við erum virkilega ánægð með að fá Dröfn aftur heim og er þetta stórt skref í þeim markmiðum sem við höfum sett okkur fyrir komandi tímabil," segir í tilkynningu frá Grindavík.
Athugasemdir