Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. desember 2023 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Hreinskilinn Maguire - „Þeir voru miklu betri en við“
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marcus Rashford hefur verið slakur á þessu tímabili
Marcus Rashford hefur verið slakur á þessu tímabili
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, fór ekkert í felur með það að Newcastle United hafi verið betri aðilinn í leik liðanna á St. James' Park í kvöld, en Man Utd tapaði þar sjötta deildarleik sínum á tímabilinu.

Newcastle skapaði sér fullt af færum og hefði hæglega getað unnið stærra.

Gestirnir náðu aldrei taktinum og verðskuldaði Newcastle sigurinn.

„Þetta hefur verið erfið vika þar sem við höfum þurft að spila þrjá útileiki á sex dögum og ef ég á að vera hreinskilinn þá leit það líka þannig út. Það var enginn hraði eða ákefð og þeir voru miklu betri en við. Við náðum að vinna okkur inn í leikinn, en það dugði ekki í lokin,“ sagði Maguire.

„Við settum pressuna á þá og hefðum getað fengið mark. Eitt var dæmt af, en við bæði sköpuðum og ógnuðum ekki nógu mikið í leiknum.“

Marcus Rashford var einn af slökustu mönnum United í dag og hefur almennt séð átt erfitt að finna sig á tímabilinu.

„Marcus var magnaður á síðasta tímabili en þetta hefur ekki alveg smollið saman á þessu tímabili. Hann er að leggja hart að sér og allir í búningsklefanum vita hvaða gæði hann hefur.“

United hefur ekki enn unnið eitt af topp sex liðunum í deildinni. Er það áhyggjuefni?

„Þetta er ekki góð tölfræði til að hafa en við vissum að þetta væri stórt tækifæri til að sanna okkur. Við vitum ákefðina sem Newcastle notar og bara gerðum ekki nóg, en við munum reyna að ná í þrjú stig í næstu viku.“

„Við höfum haldið oft hreinu í úrvalsdeildinni og fengið á okkur nokkur vonbrigðamörk í Meistaradeildinni, en við erum með marga góða varnarmenn hjá þessu félagi,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner