Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur Sky Sports, segir að félagið verði að greiða Mohamed Salah það sem hann biður um, því erfitt sé að finna leikmann í sama gæðaflokki og sá egypski.
Sturridge segir að samningamál Salah verði að vera í fyrirrúmi og það verði að ganga frá því sem fyrst.
Egyptinn hefur verið langbesti leikmaður Liverpool síðan hann kom frá Roma fyrir sjö árum, en útlit er fyrir að hann yfirgefi félagið eftir tímabilið.
Salah sagði sjálfur frá því eftir leikinn gegn Southampton að hann væri ekki búinn að fá samningstilboð frá Liverpool en Sturridge segir að Liverpool verði að ganga frá þessu og tók fræga línu úr bíómyndinni Jerry Maguire til að pressa á Liverpool.
„Sýnið mér peningana! (e. „Show me the money!) Það er svo einfalt. Hvernig skiptir þú út svona tölum, hjá svona týpu af leikmanni?“
„Hann er sjaldgæfur fundur í fótbolta. Er hann byrjaður að hægja á sér? Kannski er stjórinn að biðja hann um að pressa minna.“
„Leikmaður með þau gæði sem Salah hefur verðskuldar að fá greitt, hvort sem það er tveggja eða þriggja ára samningur, þá verður þú að greiða það,“ sagði Sturridge.
Athugasemdir