Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. janúar 2020 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla gerði jafntefli við Bilbao
Sevilla er í þriðja sæti.
Sevilla er í þriðja sæti.
Mynd: Getty Images
Roque Mesa skoraði fyrir Leganes.
Roque Mesa skoraði fyrir Leganes.
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum helgarinnar var að ljúka í spænska boltanum þar sem Sevilla og Athletic Bilbao skildu jöfn í Evrópubaráttunni.

Hart var barist í Sevilla og gáfu liðin ekki mörg færi á sér enda hvert stig mikilvægt á þessum tímapunkti.

Ander Capa gerði eina markið í fyrri hálfleik eftir frábæra langa sendingu frá Inigo Martinez og leiddi Bilbao því í leikhlé.

Heimamenn gerðu tvær breytingar á liðinu og svöruðu fyrir sig í síðari hálfleik þegar Unai Nunez setti boltann í eigið net. Nunez gat lítið gert til að koma í veg fyrir markið en hann reyndi þó.

Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1. Sevilla er í þriðja sæti, fjórum stigum eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða á morgun. Bilbao er í sjöunda sæti, einu stigi frá Getafe í Evrópudeildarsæti.

Sevilla 1 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Ander Capa ('15)
1-1 Unai Nunez ('60, sjálfsmark)

Real Valladoid gerði þá jafntefli við Leganes er liðin mættust í neðri hluta deildarinnar.

Gestirnir frá Leganes komust tvisvar yfir í jöfnum leik en í bæði skiptin jöfnuðu heimamenn og lokatölur urðu 2-2.

Fyrsti stundarfjórðungurinn var fjörugur og litu þrjú mörk dagsins ljós. Danski framherjinn Martin Brathwaite kom gestunum yfir en Enes Unal jafnaði skömmu síðar.

Roque Mesa skoraði aftur og náðu heimamenn ekki að jafna fyrr en á 79. mínútu, þegar Unal var aftur á ferðinni.

Leganes er í næstneðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti, þrátt fyrir að vera taplaust fjóra leiki í röð. Valladolid er sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Real Valladolid 2 - 2 Leganes
0-1 Martin Brathwaite ('4)
1-1 Enes Unal ('8)
1-2 Roque Mesa ('13)
2-2 Enes Unal ('79)
Athugasemdir
banner
banner