Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. janúar 2020 11:44
Elvar Geir Magnússon
Trent: Frægur frasi að enginn vill vera eins og Neville
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, mætti í viðtal við BT Sport eftir sigurleikinn gegn Sheffield United í gærkvöldi.

Þar vitnaði hann í fræg ummæli Jame Carragher þar sem hann sagði að enginn vildi alast upp og verða eins og Gary Neville.

Bakverðirnir Alexander-Arnold og Andy Robertson hafa leikið lykilhlutverk í árangri Liverpool og verið duglegir að leggja upp mörk. Innbyrðis eru þeir í keppni um fjölda stoðsendinga.

„Það er samkeppni milli okkar. Það ýtir okkur enn meira áfram. Í lok tímabilsins hefur annar montréttinn en hinn ekki," segir Alexander-Arnold og slær á létta strengi.

„Við viljum báðir breyta hugsunarhættinum hvað varðar bakverði. Það er frægur frasi að enginn eigi sér draum um að verða bakvörður og að enginn vilji vera eins og Gary Neville."

„Við viljum breyta því og að fólk horfi öðrum augum á bakvarðastöðurnar."

364 dagar eru síðan Liverpool tapaði síðast deildarleik en liðið er með þrettán stiga forystu eftir sigur gærkvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner