mán 03. janúar 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Auknar vonir Man Utd um að fá Rice - Lukaku vill fara til Conte
Powerade
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Lukaku varð Ítalíumeistari með Inter undir stjórn Conte.
Lukaku varð Ítalíumeistari með Inter undir stjórn Conte.
Mynd: Getty Images
Botman ætlar að hafna Newcastle.
Botman ætlar að hafna Newcastle.
Mynd: Getty Images
Slúðrið kemur sterkt inn á nýju ári. Lukaku, Dembele, Rice, Traore, Mbappe, Botman og fleiri í pakkanum í dag.

Vonir Manchester United um að geta keypt enska miðjumanninn Declan Rice (22) frá West Ham eru sagðar hafa aukist. Manchester City og Chelsea hafa einnig lengi horft löngunaraugum til leikmannsins. (Sun)

Barcelona gæti boðið franska vængmanninn Ousmane Dembele (24) til Manchester United í skiptitilboði í franska sóknarmanninn Anthony Martial (26). (Ara)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (28) er óánægður hjá Chelsea og gæti reynt að að komast aftur undir stjórn Antonio Conte, sem nú stýrir Tottenham, í sumar. (Gazzetta Dello Sport)

Newcastle vill kaupa allt að sex nýja leikmenn í janúarglugganum. Félagið vonast til að vera búið að fá Kieran Trippier (31) og að minnsta kosti einn annan leikmann þegar leikinn verður fallbaráttuslagur við Watford þann 15. janúar. (The I)

Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele (25) hjá Tottenham er orðaður við Roma. (Calciomercato)

Tottenham og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á spænska sóknarleikmanninum Adama Traore (25). Úlfarnir eru tilbúnir að selja hann fyrir 20 milljónir punda eða meira til að geta fjármagnað önnur leikmannakaup. (Telegraph)

Liverpool og AC Milan hafa áhuga á Gíneumanninum Aguibou Camara (20) sem er miðjumaður Olympiakos í Grikklandi. (Calciomercato)

Sven Botman (21), varnarmaður Lille, er efins um að það sé rétt skref að ganga í raðir Newcastle því liðið er í fallbaráttu. Hann ætlar að hafna möguleikanum á að fara til liðsins. (Times)

Aston Villa er nýjasta enska úrvalsdeildarfélagið sem orðað er við svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) hjá Borussia Mönchengladbach. (Mail)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid hefur gefið í skyn að spænska stórliðið muni bíða til sumars með að gera Kylian Mbappe (23), sóknarmanni Paris St-Germain, tilboð. Samningur Mbappe rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur félög. (Goal)

Brasilíski markvörðurinn Neto (32) hefur sagt Barcelona að hann vilji yfirgefa félagið. Flamengo í heimalandinu vill fá hann. (El Nacional)

Velski vinstri bakvörðurinn Neil Taylor (32) er á óskalista nokkurra Championship-félaga í janúarglugganum eftir að hafa leikið vel á skammtímasamningi við Middlesbrough. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner