Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. janúar 2022 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær búinn að semja við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson er að ganga í raðir Breiðabliks frá Norwich. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Ísak er tvítugur miðjumaður sem lék með ÍA að láni frá Norwich síðasta sumar og seinni hluta sumarsins 2020. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu en fór ungur út til Englands.

Viðræður hafa verið í gangi í um einn og hálfan mánuð en nú er allt frágengið og það eina sem eftir er að tilkynna hann sem nýjan leikmann Breiðabliks. Ísak lék með Breiðabliki í Bose-bikarnum í nóvember/desember.

Ísak átti fínasta tímabil með ÍA, óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið, skoraði þrjú mörk í tuttugu deildarleikjum og hjálpaði ÍA að komast í úrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner