mán 03. janúar 2022 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Phil Jones var besti leikmaður Man Utd í dag"
Phil Jones.
Phil Jones.
Mynd: EPA
Podence (hér til vinstri) var öflugur í dag.
Podence (hér til vinstri) var öflugur í dag.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Phil Jones spilaði í dag sinn fyrsta deildarleik fyrir Manchester United í tvö ár. Jones er mikill meiðslapési en var klár í slaginn í dag og var góður - þó liðið hafi tapað leiknum, sem var gegn Úlfunum.

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City, segir að Jones hafi verið besti leikmaður Man Utd í dag.

„Phil Jones var besti leikmaður Manchester United í dag. Hann hefur fengið mikla gagnrýni síðustu ár. Í marki Wolves, þá hefði skalli hans getað verið betri en fyrir utan það, þá var frammistaða hans góð; staðsetningar hans, hreinsanir og sjálfstraust - það var ekki eins og hann hefði verið frá í allan þennan tíma," sagði Richards á BBC.

„Hvað varðar jákvæða punkta fyrir Man Utd, þá var hann það eina sem ég sá."

Einkunnir úr leiknum
Að mati Sky Sports þá var Daniel Podence, leikmaður Wolves, besti maður vallarsins. Hér að neðan má sjá einkunnir þeirra úr leiknum.

Man Utd: De Gea (7), Wan-Bissaka (6), Varane (7), Jones (7), Shaw (7), McTominay (6), Matic (6), Greenwood (7), Sancho (6), Ronaldo (6), Cavani (5).

Varamenn: Fernandes (7), Rashford (5), Elanga (n/a).

Wolves: Sa (7), Semedo (7), Saiss (7), Kilman (6), Coady (7), Marcal (7), Moutinho (7), Neves (7), Trincao (6), Jimenez (7), Podence (8).

Varamenn: Traore (7), Silva (n/a), Dendoncker (n/a).

Maður leiksins: Daniel Podence.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner