Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 03. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Már búinn að grafa stríðsöxina við Arnór Borg
Bjarki Már.
Bjarki Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg fagnaði með Adam Ægi.
Arnór Borg fagnaði með Adam Ægi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, mætti óvænt í útvarpsþáttinn Fótbolta.net síðasta laugardag. Þátturinn var uppgjörsþáttur fyrir árið 2022, kallaður Áramótakæfan. Bjarki er leikmaður Vezprem í Ungverjalandi en var staddur hér á landi í jólafríi og er nú að undirbúa sig fyrir HM sem hefst seinna í þessum mánuði.

Bjarki ræddi við þá Elvar Geir, Benedkt Bóas og Tómas Þór um handbolta, Liverpool og ýmislegt annað en sagði svo eina sögu frá föstudagskvöldinu síðasta.

„Ég gróf stríðsöxina í gær við Arnór Borg Guðjohnsen, hitti hann í gær - ætla ekki að segja hvar, mín vegna og hans vegna og við grófum þetta. Munið þið ekki þegar hann fór að fagna titlinum hjá Víkingi 2021? Hann sagði að Arnar (Gunnlaugsson) hefði sent sér miða og Fylkir hefði ekki viljað fá hann," sagði Bjarki sem er stuðningsmaður Fylkis.

Bjarki setti inn Twitter færslu á sínum tíma: „Arnór Borg mættur að fagna titlinum með Víkingum í stað þess að vera með liðinu sem er ennþá að borga honum laun í síðasta leiknum þegar þeir falla niður um deild. Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt!!" skrifaði Bjarki.

„Honum var hent út úr hópspjallinu hjá Fylki," skaut Tómas Þór inn í. Arnór var á þeim tíma að verða samningslaus og var þegar orðið ljóst að hann myndi ganga formlega í raðir Víkings eftir að tímabilinu 2021 lauk.

„Við erum búnir að grafa þetta, skulum ekki fara í saumana á þessu. Við erum bestu vinir í dag," sagði Bjarki léttur.

Málið vakti athygli á sínum tíma og má lesa meira um það hér:
Arnór Borg fagnaði í Víkinni - „Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt"
Arnar Gunnlaugs bað Arnór Borg um að fagna með þeim
Útvarpsþátturinn - Áramótakæfan 2022
Athugasemdir
banner
banner
banner