Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   þri 03. janúar 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi að missa lykilmann til Bodö/Glimt - Tveir farnir
Lyngby er nýliði í dönsku Superliga og hefur misst tvo leikmenn í janúarglugganum. Þá er einn allra besti leikmaður liðsins, bakvörðurinn Adam Sörensen, á leið til norska félagsins Bodö/Glimt.

Þeir leikmenn sem eru farnir eru Timo Letschert og Emil Nielsen. Letschert hefur skrifað undir hjá Gwangju FC í Suður-Kóreu. Letschert er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Lyngby í október og lék fimm síðustu leikina fyrir vetrarfrí.

Nielsen er 29 ára sóknarmaður sem skrifar undir hjá Orange County í Bandaríkjunum. Nielsen lék níu leiki fyrir Lyngby á tímabilinu, var í stóru hlutverki í byrjun tímabils.

Lyngby fær samkvæmt bold um eina milljón evra fyrir Sörensen sem er uppalinn hjá félaginu. Hann er 22 ára og á að baki leiki með yngri landsliðum Danmerkur. Á síðasta tímabili var hann valinn besti leikmaður liðsins þegar það tryggði sér sæti í efstu deild.

Lyngby er í botnsæti Superliga með átta stig eftir sautján leiki. Liðið er þrettán stigum á eftir Bröndby sem er í tíunda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu. Fimmtán umferðir eru eftir af tímabilinu. Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og fyrrum aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er þjálfari Lyngby.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner