Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   þri 03. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haller kófsveittur í æfingasal Dortmund

Sebastian Haller er byrjaður að æfa á fullu en hann hefur verið fjarverandi í hálft ár eftir að það fannst æxli í eistanu.


Haller gekk til liðs við Dortmund í sumar en hefur ekkert getað spilað með liðinu vegna veikindanna.

Bataferli hans hefur verið alveg magnað en hann hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir og lyfjameðferð á síðasta hálfa árinu.

Hann er mættur í tækjasalinn hjá Dortmund og mun hægt og rólega taka skref í átt að keppnisvellinum en óvíst er hvenær hann getur farið að spila aftur.


Athugasemdir
banner