Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. janúar 2023 09:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds kaupir fyrirliðann frá Salzburg (Staðfest)
Númer 39
Númer 39
Mynd: Leeds
Leeds hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Maximilian Wöber. Enska félagið greiðir um ellefu milljónir punda fyrir Max sem hefur verið fyrirliði RB Salzburg í heimalandinu.

Max er 24 ára gamall og spilar í miðverði en getur einnig leyst vinstri bakvarðarstöðuna. Jesse Marsch, stjóri Leeds, þekkir vel til hans þar sem hann þjálfaði Max á árunum 2019-21 þegar hann stýrði Salzburg.

Kaupverðið er óuppgefið en miðað við frásagnir enskra fjölmiðla greiðir Leed nákvæmlega sömu upphæð og Salzburg borgaði fyrir hann fyrir þremur árum frá Sevilla - eða um ellefu milljónir punda. Þau kaup gerðu hann að dýrasta leikmanni í sögu austurrísku deildarinnar.

Max skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við Leeds. Sem leikmaður Salzburg vann hann austurrísku tvennuna, deildina og bikarinn, þrisvar sinnum í röð.

Kaupin eru þau fyrstu hjá Leeds í janúarglugganum. Liðið er í 14. sæti deildarinnar og er án sigurs í síðustu þremur leikjum. Næsti leikur liðsins er gegn West Ham annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner