Leikur Scarborough og Darlington í ensku utandeildinni var stöðvaður í tæplega 40 mínútur vegna ósæmilegs orðbragðs áhorfenda í garð annars aðstoðardómarans sem er kona.
Darlington vann umræddan leik 5-2 en eftir stutt stopp í fyrri hálfleik var lesin upp tilkynning í hljóðkerfi vallarins og áhorfendur beðnir um að hegða sér.
Eftir hálfleikinn héldu köllin áfram og var leik hætt tímabundið.
Dómari leiksins, Dean Watson, hafði þá rætt við aðstoðardómarann sem heitir Emily Carney.
Darlington vann umræddan leik 5-2 en eftir stutt stopp í fyrri hálfleik var lesin upp tilkynning í hljóðkerfi vallarins og áhorfendur beðnir um að hegða sér.
Eftir hálfleikinn héldu köllin áfram og var leik hætt tímabundið.
Dómari leiksins, Dean Watson, hafði þá rætt við aðstoðardómarann sem heitir Emily Carney.
Darlington staðfesti síðan að ábendingar hefðu borist um kvenhatur. Félagið fordæmir þessa hegðun og biður vallargesti sem voru vitni að koma með ábendingar.
Athugasemdir