Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 03. janúar 2023 10:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir á lista með Garnacho og Fofana
Valgeir vinsæll meðal stuðningsmanna.
Valgeir vinsæll meðal stuðningsmanna.
Mynd: Guðmundur Svansson
Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson átti frábært tímabil með Häcken í Svíþjóð árið 2022. Hann var lykilmaður í liðinu sem varð mjög óvænt sænskur meistari. Fyrsti meistaratitill Häcken í 82 ára sögu félagsins. Häcken fer í undankeppni Meistaradeildarinnar næsta sumar.

Valgeir, sem er á leið í landsliðsverkefni seinna í þessum mánuði, er á 40 manna lista UEFA yfir leikmenn fædda 2001 og síðar sem gætu slegið í gegn á þessu ári.

Á listanum eru nöfn á borð við David Fofana hjá Chelsea og Alejandro Garnacho hjá Man Utd. Þá eru leikmenn eins og Mathys Tel hjá Bayern Munchen, Xavi Simons hjá PSV, Goncalo Ramos hjá Benfica og Nico Williams hjá Athletic á listanum.

Aðrir úr ensku úrvalsdeildinni á listanum:
Anthony Gordon (Everton), Crysensio Summerville (Leeds), Armel Bella-Kotchap (Southampton), Moises Caicedo (Brighton).

Umsögn um Valgeir:
Varð Íslands­meist­ari með Val árið 2020 áður en hann tók næsta skref á ferlinum.

„Ég hef bætt mig mikið á tímabilinu - ég er yfirvegaðari þegar ég er með boltann," segir Valgeir.

Hér að neðan má hlusta á viðtal við Valgeir sem tekið var upp eftir að hann varð sænskur meistari.
Valgeir Lunddal: Maður stefnir alltaf hátt en þetta toppar allt
Athugasemdir
banner
banner
banner