þri 03. janúar 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verða það Nunez og Nunes hjá Liverpool? - Shakhtar vill fá meira frá Arsenal
Powerade
Verður Nunes liðsfélagi Darwin Nunez?
Verður Nunes liðsfélagi Darwin Nunez?
Mynd: EPA
Manchester City að fá Perrone frá Argentínu
Manchester City að fá Perrone frá Argentínu
Mynd: EPA
Ivan Fresneda er eftirsóttur
Ivan Fresneda er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Kante?
Hvað gerir Kante?
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn þennan þriðjudaginn er eins og undanfarin ár í boði Powerade. Það er BBC sem tekur það helsta saman í slúðurheimum.



Cristiano Ronaldo (37) er með klásúlu í samningi sínum við Al-Nassr. Hann getur farið til Newcastle á láni næsta sumar ef félagið kemst í Meistaradeildina. (Marca)

Benoit Badiashile (21) er í London á leið í læknisskoðun eftir að miðvörðurinn franski samþykkti samning hjá Chelsea. Hann er keyptur á ríflega 30 milljónir punda frá Mónakó. (Football.London)

Liverpool skoðar möguleikann á því að fá portúgalska miðjumanninn Matheus Nunes (24) frá Wolves í sumar. (Telegraph)

Jude Bellingham (19) mun funda með ráðamönnum hjá Dortmund á næstu dögum. Þar mun hann láta vita að hann vilji fara næsta sumar. Dortmund vill fá um 90 milljónir punda fyrir hann - og samtals ríflega 120 milljónir þegar mögulegar bónusgreiðslur eru teknar með í reikninginn - fyrir miðjumanninn. (AS)

Arsenal, Man Utd og Chelsea hafa öll fengið boð um að fá Joao Felix (23) í sínar raðir frá Atletico. Spænska félagið vill fá 15 milljónir evra í lánsfé og að laun leikmannsins verði greidd á meðan lánstímanum stendur. (Athletic)

Chelsea er að vinna í metkaupum á Enzo Fernandez (21) miðjumanni Benfica og argentínska landsliðsins. (Evening Standard)

Arsenal hefur boðið í annað sinn í Mykhailo Mudryk (21) kantmann Shakhtar Donetsk. Úkraínska félagið vill fá 100 milljónir evra fyrir kantmanninn en tilboð Arsenal er talsvert lægra. (ESPN)

Man Utd og Bayern Munchen hafa áhuga á franska landsliðsmanninum Randal Koo Muani (24) sem er á mála hjá Frankfurt. Þýska félagið vill fá ríflega 50 milljónir punda fyrir sóknarmanninn. (Nicolo Schira)

Man City er að vinna kapphlaupið um Maximo Perrone (19) miðjumann Velez í Argentínu. (90min)

Newcastle er áfram í viðræðum við Flamengo um kaup á miðjumanninum Matheus Franca (18). (90min)

Liverpool ætlar sér að fá tvo miðjumenn fyrir lok sumargluggans. (Fabrizio Romano)

Man Utd vill halda Harry Maguire (29) og Scott McTominay (26) innan sinna raða í janúar til að viðhalda breidd í leikmannahópnum. (Mail)

Roberto de Zerbi, stjóri Brighton, vonar að Alexis Mac Allister (24) verði áfram hjá félaginu út tímabilið hið minnsta. (Argus)

Nottingham Forest er tilbúið að láta Emmanuel Dennis (25) fara frá félaginu einungis fimm mánuðum eftir komu nígeríska framherjans frá Watford. Forest greiddi 10 milljónir punda fyrir leikmanninn síðasta sumar. (Athletic)

Barcelona og Al-Nassr hafa áhuga á N'Golo Kante (31) miðjumanni Chelsea. Kante gæti framlengt samning sinn hjá Chelsea. (CaughtOffside)

Juventus og Dortmund hafa bæst í kapphlaupið um Ivan Fresneda (18) eftir að Newcastle setti sig í samband við Real Valladolid. Bakvörðurinn efnilegi er eftirsóttur af mörgum félögum. (Romano)

Memphis Depay (28) ætlar sér að fara frá Barcelona á frjálsri sölu næsta sumar í stað þess að fara núna í janúar. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner