Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 03. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Breiðablik er meistari í A-riðli
Breiðablik var ekki að spila í gær, en tryggði sér samt sigur í mótinu.
Breiðablik var ekki að spila í gær, en tryggði sér samt sigur í mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir í Faxaflóamóti kvenna í gær. Selfoss vann stórsigur á Haukum í A-riðli.

Bikarmeistararnir skoruðu sex mörk gegn einu marki Hauka. Selfoss er með fjögur stig, en Haukar eru án stiga eftir tvo leiki. Breiðablik er búið að tryggja sér sigur í A-riðli eftir þrjá sigra í þremur leikjum.

Haukar voru fyrir leikinn í gær tæknilega séð eina liðið sem átti möguleika að ná Blikum, en sá möguleiki er ekki lengur til staðar og Blikar því Faxaflóameistarar í A-riðli.

A-riðill:
Selfoss 6 - 1 Haukar
úrslit af Úrslit.net

Í B-riðli voru tveir leikir. ÍA hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. ÍA hafði betur gegn Aftureldingu, 4-3. ÍA komst í 4-0, en Afturelding náði að klóra í bakkann með þremur mörkum. Afturelding er án stiga eftir þrjá leiki.

Þá vann ÍBV sigur gegn Augnabliki, 2-1. ÍBV er með sex stig eftir þrjá leiki, Augnablik einnig með sex stig en eftir fjóra leiki.

B-riðill:
ÍBV 2 - 1 Augnablik

ÍA 4 - 3 Afturelding
Mörk ÍA: Selma Dögg Þorsteinsdóttir 2, Erna Björt Elíasdóttir og Erla Karitas Jóhannesdóttir.
Mörk Aftureldingar: Katrín Rut Kvaran 2 og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner