Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Botnlið Southampton að fá miðvörð úr frönsku deildinni
Mynd: EPA
Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Southampton, er að fá hinn 22 ára gamla Abakar Sylla frá franska félaginu Strasbourg, en hann kemur á láni út tímabilið.

Sylla er 22 ára gamall og varð belgískur meistari með Club Brugge árið 2022 og ári síðar gekk hann í raðir Strasbourg.

Fílabeinsstrendingurinn hefur spilað 15 leiki á þessu tímabili og skorað eitt mark.

Southampton náði samkomulagi við Strasbourg um að fá Sylla á láni út tímabilið en ekkert kaupákvæði verður í samningnum.

Lazio hafði einnig áhuga á að fá Sylla sem valdi það að fara frekar í ensku úrvalsdeildina.

Fabrizio Romano sagði fyrir tveimur árum að Sylla væri eyrnamerktur fyrir Chelsea í framtíðinni, en bæði Chelsea og Strasbourg eru í eigu BlueCo.
Athugasemdir
banner
banner
banner