Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Mathys Tel til Tottenham (Staðfest)
Mathys Tel er mættur í ensku úrvalsdeildina
Mathys Tel er mættur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Tottenham Hotspur
Tottenham hefur loks tilkynnt komu franska framherjans Mathys Tel frá Bayern München í Þýskalandi. Hann kemur á láni út tímabilið og er kaupákvæði í samningnum.

Félagið náði samkomulagi við Bayern München í dag um að fá hann á láni eftir að leikmaðurinn hafði upphaflega hafnað því að koma alfarið.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, sannfærði Tel um verkefnið og samþykkti hann í kjölfarið að gera lánssamning út tímabilið, en Tottenham tókst að semja um kaupákvæði sem gerir félaginu kleift að kaupa hann fyrir 50 milljónir punda í sumar.

Tel, sem er 19 ára gamall, stóðst læknisskoðun í kvöld og var hann síðan kynntur á samfélagsmiðlum félagsins. Hann mun klæðast treyju númer 11.

Frakkinn er uppalinn hjá Rennes og var talinn einn allra efnilegasti leikmaður fyrir nokkrum árum er hann samdi við Bayern München, en fengið lítið að spila undir stjórn Vincent Kompany á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner