Hinn afar áreiðanlegi David Ornstein hjá Athletic segir að Arsenal muni ekki sækja leikmenn fyrir lok gluggans í kvöld.
Arsenal hefur verið í leit að framherja í dágóðan tíma og hafa margir verið orðaðir við félagið síðustu vikur.
Félagið var að skoða það að fá franska leikmanninn Mathys Tel frá Bayern München, en hann er nú á leið til Tottenham.
Dusan Vlahovic og Benjamin Sesko eru einnig nöfn sem hafa verið reglulega orðuð við félagið, en Ornstein segir útlit fyrir rólegt kvöld á skrifstofu félagsins.
Líklegasta niðurstaðan er að Arsenal treysti á þá leikmenn sem eru fyrir hjá félaginu og kaupi síðan nýjan framherja eftir tímabilið.
Arsenal er í harðri titilbaráttu við Liverpool og vann liðið í gær mikilvægan 5-1 stórsigur á Manchester City. Arsenal er sex stigum frá toppsætinu, en Liverpool á að vísu leik til góða.
Athugasemdir