Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, er ekki að eiga neitt sérstaklega góðan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Mikið bras hefur verið á Englendingnum og var skrifað í skýin að hann myndi gefa frá sér mark í dag.
Um miðjan leik var hann nálæg því að gefa West Ham mark er hann átti slæma sendingu til baka sem Jarrod Bowen komst inn í, en Colwill slapp með skrekkinn því dómarinn dæmdi aukaspyrnu á Mohammed Kudus.
Colwill var ekki jafn heppinn á 40. mínútu. Aftur var það Kudus sem barðist við Colwill á kantinum og aftur ákvað Colwill að senda boltann til baka.
Hann fór aftur til Bowen sem skoraði í þetta sinn. Colwill vildi fá dæmda aðra aukaspyrnu á Kudus en fékk ekki og staðan því 1-0 fyrir gestina.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir