Kantmaðurinn Leon Bailey er ekki á förum frá Aston Villa áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.
Bæði Manchester United og Tottenham spurðust fyrir um hann en það fór ekkert lengra.
Bæði Manchester United og Tottenham spurðust fyrir um hann en það fór ekkert lengra.
Bailey er 27 ára gamall og hefur spilað fyrir Aston Villa frá 2021. Alls hefur hann skorað 21 mark í 135 leikjum fyrir félagið.
Bailey, sem á að baki 32 landsleiki fyrir Jamaíku, spilaði áður með Bayer Leverkusen og Genk.
Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir