Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steinar Logi spilandi aðstoðarþjálfari Magna
Mynd: Magni
Steinar Logi Þórðarson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Magna.

Steinar Logi verður aðstoðarþjálfari Guðmundar Óla Bergmann Steingrímssonar sem tók við liðinu í vetur en hann var áður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.

Steinar mun taka það hlutverk að sér og mun því halda áfram að spila með liðinu.

Hann er uppalinn hjá Þór en gekk til liðs við Magna frá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann hefur spilað 280 leiki á ferlinum og skorað 12 mörk.

Magni spilar í 3. deild en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner