Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 08:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Unglingarnir hjá Arsenal fá nýja samninga
Ethan Nwaneri
Ethan Nwaneri
Mynd: Getty Images
Myles Lewis-Skelly og Ethan Nwaneri fengu fyrirsagnirnar eftir stórsigur Arsenal gegn Man City í gær.

Lewis-Skelly er 18 ára miðjumaður að upplagi en hefur leyst vinstri bakvarðarstöðuna af undanfarið með aðalliðinu. Hann skoraði þriðja mark liðsins í sigrinum í gær.

Nwaneri er 17 ára gamall framherji og kom inn á sem varamaður og rak síðasta naglann í kistu Man City.

Fabrizio Romano greinir frá því að Arsenal ætli að launa þeim með nýjum samningi fljótlega eftir að félagaskiptaglugginn lokar. Lewis-Skelly skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið árið 2023 og Nwaneri ári síðar.
Athugasemdir
banner