Wolves og Leicester eru að skoða það að skipta á leikmönnum; að Conor Coady fari til Wolves og Craig Dawson í hina áttina til Leicester.
Samkvæmt Sky Sports eru viðræður þó á frumstigi og ekki víst að þetta gangi upp.
Samkvæmt Sky Sports eru viðræður þó á frumstigi og ekki víst að þetta gangi upp.
Dawson hefur ekki spilað fyrir Wolves síðan í lok desember en hann virðist ekki vera ofarlega í huga Vitor Pereira, stjóra liðsins.
Coady þekkir vel til hjá Wolves en hann var lengi fyrirliði þar á bæ. Hann lék með Wolves frá 2015 til 2023 en hefur verið á mála hjá Leicester frá 2023.
Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir