Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. mars 2021 12:24
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill bætur frá Inter - Skriniar eða Lautaro á Old Trafford?
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Il Corriere dello Sport þá stóð ítalska félagið Inter ekki við bónusgreiðslur til Manchester United en þær voru hluti af samkomulaginu varðandi Romelu Lukaku sem fór frá United til Inter sumarið 2019.

Sagt er að Inter hafi ekki staðið við að greiða fimm milljónir evra upphæð til United og klásúla sé um að Inter þurfi að greiða ákveðnar bætur þar sem félagið stóð ekki við greiðsluna.

Ítalska blaðið segir að Inter skuldi Manchester United 50 milljónir evra alls fyrir kaupin á Lukaku, um 43 milljónir punda. Fjárhagsstaða Inter er ekki sterk um þessar mundir.



Samkvæmt frétt blaðsins þá hefur Manchester United beðið um að fá sóknarleikmanninn Lautaro Martínez eða miðvörðinn Milan Skriniar í bætur í staðinn fyrir þá upphæð sem Inter skuldar.

Lautaro er verðmætasti leikmaður Inter en hann hefur skorað sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Skriniar hefur hjálpað Inter að halda marki sínu hreinu í átta leikjum í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Kínverska fyrirtækið Suning er meirihlutaeigandi að Inter en félagið hefur fengið mikinn skell vegna Covid-19. Suning hefur sagst ætla að halda áfram að setja pening í Inter en leitað sé að samstarfsaðilum til að aðstoða félagið fjárhagslega.
Athugasemdir
banner
banner
banner