mið 03. mars 2021 14:42 |
|
Thiago Silva ekki alveg klár í slaginn
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva verði ekki með í stórleiknum gegn Liverpool á Anfield annað kvöld.
Þessi 36 ára Brasilíumaður hefur misst af síðustu fjórum deildarleikjum vegna meiðsla.
Hann er byrjaður að æfa aftur með liðinu en er ekki alveg tilbúinn í að byrja leik strax.
„Hann kláraði ekki síðustu æfingu. Hann fann engan sársauka en vildi bara ekki taka neina áhættu," segir Tuchel.
„Callum Hudson-Odoi gat æft án vandræða. Tammy Abraham er í smá vandræðum með ökklann á sér en annars eru allir klárir."
Þessi 36 ára Brasilíumaður hefur misst af síðustu fjórum deildarleikjum vegna meiðsla.
Hann er byrjaður að æfa aftur með liðinu en er ekki alveg tilbúinn í að byrja leik strax.
„Hann kláraði ekki síðustu æfingu. Hann fann engan sársauka en vildi bara ekki taka neina áhættu," segir Tuchel.
„Callum Hudson-Odoi gat æft án vandræða. Tammy Abraham er í smá vandræðum með ökklann á sér en annars eru allir klárir."
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
13:00
09:16