Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. mars 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Barcelona átti ekki skilið að vinna og það er augljóst!"
Ancelotti
Ancelotti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barcelona vann Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í gær, lokatölur 0-1 á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik þegar Eder Militao, varnarmaður Real, varð fyrir því óláni að boltinn fór af honum og í eigið net.

Real átti skot á mark Barcelona en þó að niðurstaðan hafi verið slæm þá telur Carlo Ancelotti, stjóri Real, að sitt lið geti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum eftir tvær vikur.

Ancelotti var hissa á varnarsinnaðri nálgun Barcelona í leiknum. „Barcelona átti ekki skilið að vinna og það er augljóst! Þetta tap mun ekki hafa nein áhrif í framhaldinu því við erum ánægðir með okkar frammistöðu. Það er mjög erfitt að stýra leik á móti Barcelona eins og við gerðum í dag. Við erum meðvitaðir um að við þurfum að koma til baka, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem við gerum það. Við erum særðir eftir þessi úrslit, en við munum mæta með þá trú í seinni leikinn að við getum snúið þessu við."

„Það var skrítið að sjá Barcelona spila eins og þeir gerðu. Þeir eru sterkir til baka og fá ekki mörg mörk á sig. Þeir verjast mjög vel og loka vel á andstæðingana. Að koma með fyrirgjafir er ekki eitthvað sem við viljum vera gera."

„Við byrjuðum og enduðum leikinn mjög vel. Þeir skoruðu á okkur út af einstaklingsmistökum og skyndisókn, frákasti."

„Ég get ekki séð Barcelona spila svona varnarsinnað á heimavelli. Ef við mætum aftur jafn tilbúnir til leiks þá eigum við möguleika,"
sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner