Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 03. mars 2023 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fylkir lagði Þrótt
Benedikt Daríus skoraði fimmta mark sitt í Lengjubikarnum
Benedikt Daríus skoraði fimmta mark sitt í Lengjubikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 1 - 2 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('25 )
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson ('41 )
1-2 Pétur Bjarnason ('55 )

Fylkir er nú í þriðja sæti í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Þrótti R. í Þróttheimum í kvöld.

Benedikt Daríus Garðarsson, sem hefur verið heitur með Fylkismönnum á undirbúningstímabilinu, kom liðinu yfir á 25. mínútu áður en Guðmundur Axel Hilmarsson jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

Pétur Bjarnason gerði sigurmark Fylkis þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum og annar sigur Fylkis staðreynd.

Fylkir er í þriðja sæti riðilsins með 7 stig en Þróttur í neðsta sæti og án stiga.

Byrjunarlið Þróttar: Franz Sigurjónsson (M), Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, Njörður Þórhallsson, Jorgen Pettersen, Baldur Hannes Stefánsson, Hinrik Harðarson, Birkir Björnsson, Izaro Abella Sanchez, Kári Kristjánsson, Kostiayntin Pikul, Kostiantyn Iaroshenko.

Byrjunarlið Fylkis: Ólafur Kristófer Helgason (M), Óskar Bergþórsson, Elís Rafn Björnsson, Ólafur Karl Finsen, Emil Ásmundsson, Nikulás Val Gunnarsson, Orri Sveinn Stefánsson, Ásgeir Eyþórsson, Arnór Breki Ásþórsson, Benedikt Daríus Garðarsson, Pétur Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner