Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. mars 2024 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr nágrannaslagnum: Foden bestur - Slök innkoma Amrabat
Phil Foden lék á als oddi
Phil Foden lék á als oddi
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden var maður leiksins í 3-1 sigri Manchester City á Manchester United á Etihad-leikvanginum í dag.

Foden elskar að spila á móti United. Flestir muna eftir þrennunni sem hann gerði í 6-3 sigrinum á liðinu fyrir tveimur árum og þá gerði hann eitt af þremur mörkum Man City í fyrri leik liðanna á þessu tímabili.

Í dag ákvað hann að vera hetjan. United var einu marki yfir þegar Foden jafnaði með draumamarki áður en hann kom sínum mönnum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Erling Braut Haaland gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Sky gefur Foden 9 í einkunn og þá fær Rodri 8. Marcus Rashford, André Onana og Raphael Varane voru bestu menn United með 7, en varamaðurinn Sofyan Amrabat átti slaka innkomu og fær aðeins 4.

Man City: Ederson (6), Walker (6), Stones (7), Dias (5), Ake (7), Rodri (8), De Bruyne (7), Bernardo (7), Foden (9), Doku (6), Haaland (6).
Varamenn: Alvarez (7).

Man Utd: Onana (7), Dalot (6), Varane (7), Evans (6), Lindelof (6), Mainoo (6), Casemiro (6), McTominay (5), Fernandes (6), Rashford (7), Garnacho (5).
Varamenn: Kambwala (5), Antony (5), Amrabat (4), Forson (6).
Athugasemdir
banner