Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. apríl 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um Aubameyang: Þetta tengist ekki samningnum
Pierre-Emerick Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir markaþurrð Pierre-Emerick Aubameyang á tímabilinu ekki tengjast samningnum sem hann gerði í september.

Fyrir þetta tímabil hafði Aubameyang skorað 22 mörk, tvö tímabil í röð með Arsenal og var hann meðal annars markahæstur tímabilið 2018/2019 og í öðru sæti á síðustu leiktíð.

Hann hefur aðeins skorað 14 mörk á þessu tímabili í 31 deildarleik en hann skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í september.

„Það er auðvelt að tengja hluti á þennan hátt en þetta er ekki eitthvað sem ég er að spá í. Við höfum átt mörg samtól við hann um framtíðina og næstu tvö árin og hann var spenntur fyrir þessu."

„Til að halda áfram að spila á þessu stigi er flókið en hann er að reyna sitt besta. Það er markmiðið. Við töluðum um í marga mánuði hvað við þurfum mörg mörk frá honum til að gefa okkur besta möguleikann á því að vera á toppnum. Við þurfum auðvitað að hann spili aðeins öðruvísi í næstu leikjum til að eiga betri möguleika á að ná þeim markmiðum sem við höfum sett fyrir okkur,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner