Uriah Rennie er nafn sem margir þekkja en hann er fyrsti svarti dómarinn til að starfa í ensku úrvalsdeildinni. Rennie dæmdi yfir 300 leiki í deildinni milli 1997 og 2008.
Hann er 65 ára í dag og var í afmælisferð í Tyrklandi á síðasta ári þegar hann veiktist skyndilega í baki. Hann er nú í hjólastól eftir að hafa lamast frá mjöðm og niður.
Hann er 65 ára í dag og var í afmælisferð í Tyrklandi á síðasta ári þegar hann veiktist skyndilega í baki. Hann er nú í hjólastól eftir að hafa lamast frá mjöðm og niður.
„Ég hélt að ég hefði bara sofnað í vondri stellingu á sólstól. Ég ætlaði að fara í fallhlíf en vegna bakverksins varð ég að hætta við það," segir Rennie sem varð fyrir sjaldgæfum veikindum. „Ég gat ekki sofið í lok ferðarinnar og svo þegar ég kom heim gat ég varla gengið."
Rennie var að fara að hefja starf starf hjá háskólanum í Sheffield þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í október og þar var hann þar til í febrúar.
„Þeir fundu hnúð sem þrýsti á hrygginn á mér og það var sjaldgæfur taugasjúkdómur sem ekki var hægt að gera aðgerð á. Ég hef þurft að læra að hreyfa mig aftur, ég er að endurþjálfa fæturna," segir Rennie við BBC.
Uriah Rennie was hospitalised for five months after a rare condition left him paralysed from the waist down. Read more: https://t.co/spo3m1D5UW
— BBC Sheffield (@BBCSheffield) April 3, 2025
???? BBC / Getty Images pic.twitter.com/tcgOizblJY
Athugasemdir