Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 30. júní 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Icelandair
EM KVK 2025
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er óvænt en fylgir hitanum víst," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, er hún ræddi við Fótbolta.net í dag. Það var allt í einu byrjað að rigna í Sviss í dag eftir hitabylgju síðustu daga.

Stelpurnar hafa verið í Sviss síðustu daga en það eru aðeins tveir daga í fyrsta leik á Evrópumótinu. Það hefur farið afar vel um þær í Sviss.

„Það er allt til alls hér og hugsað vel um okkur. Það er búið að vera heitt þar sem það er ekki loftræsting, en við erum búnar að reyna að redda því eins og við getum."

Hvernig var að koma til Sviss og komast nær stórmótinu?

„Ég sagði einmitt við Hafrúnu þegar við stigum upp í vél að núna væri þetta að gerast. Maður finnur alveg að maður er mættur til Sviss á stórmót. Ég held að maður muni upplifa það enn frekar þegar maður labbar í leikinn á miðvikudaginn," segir Diljá.

Stelpurnar hentu sér í vatnið við komuna til Gunten í Sviss.

„Ég held að við vorum búnar að vera hérna í tvo eða þrjá tíma þegar við ákváðum að hoppa í sjóinn. Þetta er bara geggjað og við gætum ekki beðið um betra umhverfi en þetta."

Fyrsti leikur gegn Finnlandi
Það er fyrsti leikur gegn Finnlandi eftir nokkra. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

„Við erum að setja fullan fókus á það. Maður er að hugsa um sig til að vera klár fyrir Finnaleikinn. Ég held að við séum allar klárar í það," sagði Diljá.

„Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að passa. Við munum fara enn frekar í það í kvöld og aðeins fyrir leik."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner