Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 30. júní 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Icelandair
EM KVK 2025
Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins.
Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný eftir leik með landsliðinu.
Guðný eftir leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Mark Antonsdóttir.
Tinna Mark Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur farið ótrúlega vel um okkur, þetta er ógeðslega flott og gott að vera hér á milli leikja og slaka á. Þetta er ekta umhverfi til þess," sagði Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Þó það sé brjáluð rigning núna þá er nóg að kíkja út um gluggann, þetta er svo ógeðslega fallegt. Þetta er fullkominn staður fyrir okkur."

Svisslendingarnir eru ekki mikið að vinna með loftræstingar inn á hótelunum og það er erfitt í svona miklum hita. En það rigndi aðeins í dag og kom smá vindur, sem er þægilegt.

„Það er búið að vera mjög heitt hér þangað til akkúrat núna. Þeir eru ekki að vinna með neinar kælingar inn á hótelunum. Að geta opnað og fá smá ferskt loft er mjög gott," segir Guðný.

En hvað er liðið að gera í frítímanum í Sviss?

„Hingað til hefur ekki verið klikkaður frítími. En við getum farið hérna út í vatn þegar það er gott veður og setið í garðinum. Við erum með herbergi þar sem við erum með alls konar dund sem við getum gert á milli funda og æfinga. Svo er gott að hvíla sig. Okkur leiðist allavega ekki hér."

Lykilatriði að byrja vel
Það er stutt í fyrsta leik á móti Finnlandi. Hann er á miðvikudaginn. Hvernig hefur gengið að undirbúa sig fyrir þann leik?

„Við erum byrjaðar að fara yfir það og skoða hvernig lið þær eru," segir Guðný. „Þær eru með hörkulið og mikla liðsheild. Svolítið svipaðar okkur að mörgu leyti. Þetta verður hörkuleikur," segir Guðný.

Er það lykilatriði fyrir okkur að ná í góð úrslit í fyrsta leik?

„Algjörlega. Við þurfum að mæta og sýna hvað við ætlum að gera á þessu móti. Við þurfum að mæta 100 prósent og ætlum að sækja sigur."

Kristianstad tengingin
Guðný er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. Það félag hefur núna í mörg ár verið ákveðin Íslendinganýlenda. Núna eru þar þrír íslenskir leikmenn og svo er sjúkraþjálfarinn, Tinna Mark Antonsdóttir, líka íslensk. Tinna er líka hluti af starfsteymi Íslands.

„Ég er heppin með það að eiga marga góða liðsfélaga úr Kristianstad, bæði fyrrum og núverandi. Það er góð tenging þar og sjúkraþjálfarinn er líka þaðan. Við erum með góða tengingu," sagði Guðný.

„Það er gaman að geta gert þetta saman með góðum vinkonum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner