Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   mán 30. júní 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Icelandair
EM KVK 2025
Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins.
Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný eftir leik með landsliðinu.
Guðný eftir leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Mark Antonsdóttir.
Tinna Mark Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur farið ótrúlega vel um okkur, þetta er ógeðslega flott og gott að vera hér á milli leikja og slaka á. Þetta er ekta umhverfi til þess," sagði Guðný Árnadóttir, varnarmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Þó það sé brjáluð rigning núna þá er nóg að kíkja út um gluggann, þetta er svo ógeðslega fallegt. Þetta er fullkominn staður fyrir okkur."

Svisslendingarnir eru ekki mikið að vinna með loftræstingar inn á hótelunum og það er erfitt í svona miklum hita. En það rigndi aðeins í dag og kom smá vindur, sem er þægilegt.

„Það er búið að vera mjög heitt hér þangað til akkúrat núna. Þeir eru ekki að vinna með neinar kælingar inn á hótelunum. Að geta opnað og fá smá ferskt loft er mjög gott," segir Guðný.

En hvað er liðið að gera í frítímanum í Sviss?

„Hingað til hefur ekki verið klikkaður frítími. En við getum farið hérna út í vatn þegar það er gott veður og setið í garðinum. Við erum með herbergi þar sem við erum með alls konar dund sem við getum gert á milli funda og æfinga. Svo er gott að hvíla sig. Okkur leiðist allavega ekki hér."

Lykilatriði að byrja vel
Það er stutt í fyrsta leik á móti Finnlandi. Hann er á miðvikudaginn. Hvernig hefur gengið að undirbúa sig fyrir þann leik?

„Við erum byrjaðar að fara yfir það og skoða hvernig lið þær eru," segir Guðný. „Þær eru með hörkulið og mikla liðsheild. Svolítið svipaðar okkur að mörgu leyti. Þetta verður hörkuleikur," segir Guðný.

Er það lykilatriði fyrir okkur að ná í góð úrslit í fyrsta leik?

„Algjörlega. Við þurfum að mæta og sýna hvað við ætlum að gera á þessu móti. Við þurfum að mæta 100 prósent og ætlum að sækja sigur."

Kristianstad tengingin
Guðný er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. Það félag hefur núna í mörg ár verið ákveðin Íslendinganýlenda. Núna eru þar þrír íslenskir leikmenn og svo er sjúkraþjálfarinn, Tinna Mark Antonsdóttir, líka íslensk. Tinna er líka hluti af starfsteymi Íslands.

„Ég er heppin með það að eiga marga góða liðsfélaga úr Kristianstad, bæði fyrrum og núverandi. Það er góð tenging þar og sjúkraþjálfarinn er líka þaðan. Við erum með góða tengingu," sagði Guðný.

„Það er gaman að geta gert þetta saman með góðum vinkonum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner