Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 30. júní 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Icelandair
EM KVK 2025
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda fór líka á EM 2022.
Amanda fór líka á EM 2022.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög stolt að vera að fara á mitt annað stórmót," segir Amanda Andradóttir, landsliðskona, sem er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með Íslandi.

Amanda var nýkomin inn í landsliðshópinn fyrir EM í Englandi en er núna komin með aðeins meiri reynslu. En fyrir mótið sem fer núna fram í Sviss var hún í kapphlaupi við tímann að jafna sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hana.

„Þetta var alveg smá stressandi því það var ekki vitað hversu langan tíma þetta myndi taka. Þetta var smá stressandi," segir Amanda sem var mjög ánægð með að sjá að hún væri í hópnum.

„Ég var ótrúlega glöð. Ég er búin að leggja ógeðslega mikið á mig síðustu mánuði til að vera klár fyrir þetta mót. Það var mjög gott að komast hingað."

Hún segir það erfitt að lýsa meiðslunum sem voru að hrjá hana.

„Það er svolítið erfitt, en ég var með verki í hnénu. Það var ekki vitað nákvæmlega af hverju og þess vegna tók þetta svona langan tíma," segir Amanda.

Hún, eins og aðrir leikmenn, frétti að hún væri í hópnum með myndbandinu á Instagram.

„Já, eða Steini hringdi í mig tveimur dögum fyrir og spjallaði aðeins við mig. En svo sá ég það á Instagram. Það var bara mjög gaman. Ég var reyndar búinn að sjá listann fyrst (áður en hún sá myndbandið)."

Var að klára sitt fyrsta tímabil í Hollandi
Amanda var að klára sitt fyrsta tímabil með Twente en liðið vann tvöfalt í Hollandi.

„Þetta var gott fyrsta tímabil. Við tókum þrjá titla og komust í riðlakeppni í Meistaradeildinni. Þetta var mjög gott tímabil," segir Amanda.

„Mér finnst við spila mjög skemmtilegan fótbolta og þetta er mjög gott umhverfi til að bæta sig. Mér líður mjög vel þarna. Lífið þarna er rólegt en gott. Ég er farin að skilja smá hollensku inn á vellinum en vonandi fer ég að læra aðeins meira núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner