„Þeir lágu inni í vítateig meira og minna í 120 mínútur og vörðu sig," sagði Ólafur Þórðarson eftir 2-0 sigur Víkings á Hetti í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 Höttur
„Við vorum aular að hækka ekki tempóið í því sem við vorum að gera og klára þetta á 90."
„við vorum að reyna allt en vandamálið er að þegar við gerum þetta á svona rólegu tempói ná þeir alltaf að færa og loka öllu sem við erum að reyna að opna."
„Ég hvíldi náttúrulega bunka af mönnum en engu að síður ætlast maður til að þeir sem fái tækifærið nýti það betur til að sýna að þeir vilji fá sæti í liðinu. Ég veit að þeir geta meira en þeir gerðu í kvöld og finnst synd að þeir skuli ekki nýta það betur þegar þeir fá að spila."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir

























