
„Ég vildi ekki framlengingu, ég vildi bara jafna og klára leikinn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK eftir 2-1 tap gegn FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 HK
„Það er oft erfitt að koma honum yfir, það er djöfull langt stundum, en við sköpuðum okkur þokkaleg færi í restina. Það var komið leikplan sem gekk upp til að byrja með en við lentum svo undir og þá er allt erfiðara. Við vorum þolinmóðir að bíða fram á síðasta korterið að fá sénsana, því miður fyrir okkur náðum við ekki að nýta þá."
Guðmundur Magnússon féll í teignum í lokin og kvartaði undan bakhrindingu og vildi víti.
„Ég hef trú á að það hafi verið tilkall til vítis en get ekki alveg sagt að ég hafi séð það nógu vel. Ef manni er hent út úr hrúgunni gerir maður tilkall til þess."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir