
FHL tapaði í kvöld 2-1 gegn Val á N1-vellinum á Hlíðarenda, leikar stóðu jafnir 1-1 í hálfleik en reynslumikið lið Vals kláraði leikinn í seinni hálfleik þegar Fanndís setti boltan framhjá Terrell í marki FHL.
Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL „Fyrst og fremst stoltur af baráttunni og frammistöðunni hjá stelpunum. Við gerum að mínu mati tvö klaufaleg mistök sem við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin sem þær skora en að öðru leyti hörkuleikur.“
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 FHL
„Við vorum í vandræðum fyrstu 20 mínúturnar og svo náðum við bara fínum tökum á leiknum og áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið en því miður.“
FHL fékk þrjá nýja leikmenn í glugganum sem allar spiluðu í kvöld,
„Við létum þrjá leikmenn fara frá okkur og sömdum við þrjá aðra, þær hafa bara komið vel út og nú eru þær að fá að spila sinn fyrsta leik, ég hlakka bara til að sjá hvernig þær þróast.“
Næsti leikur FHL verður í Fjarðarbyggðarhöllinni laugardaginn 9. ágúst gegn FH, er planið samkvæmt Björgvini:
„Bara halda okkar vegferð áfram og hérna reyna að bæta okkar leik. Það verða væntanlega tveir leikmenn í leikbanni í þeim leik og aðrir þurfa að stíga upp og gera betur í staðinn, þá verður gott að komast heim líka.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan