Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 24. júlí 2025 23:05
Snæbjört Pálsdóttir
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Kvenaboltinn
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

FHL tapaði í kvöld 2-1 gegn Val á N1-vellinum á Hlíðarenda, leikar stóðu jafnir 1-1 í hálfleik en reynslumikið lið Vals kláraði leikinn í seinni hálfleik þegar Fanndís setti boltan framhjá Terrell í marki FHL.

Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL „Fyrst og fremst stoltur af baráttunni og frammistöðunni hjá stelpunum. Við gerum að mínu mati tvö klaufaleg mistök sem við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin sem þær skora en að öðru leyti hörkuleikur.“


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 FHL

„Við vorum í vandræðum fyrstu 20 mínúturnar og svo náðum við bara fínum tökum á leiknum og áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið en því miður.“

FHL fékk þrjá nýja leikmenn í glugganum sem allar spiluðu í kvöld, 

„Við létum þrjá leikmenn fara frá okkur og sömdum við þrjá aðra, þær hafa bara komið vel út og nú eru þær að fá að spila sinn fyrsta leik, ég hlakka bara til að sjá hvernig þær þróast.“

Næsti leikur FHL verður í Fjarðarbyggðarhöllinni laugardaginn 9. ágúst gegn FH, er planið samkvæmt Björgvini:

„Bara halda okkar vegferð áfram og hérna reyna að bæta okkar leik. Það verða væntanlega tveir leikmenn í leikbanni í þeim leik og aðrir þurfa að stíga upp og gera betur í staðinn, þá verður gott að komast heim líka.“ 

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner