Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fös 03. júní 2022 23:18
Ísak Orri Leifsson Schjetne
Magnús Már: Dugar ekki að spila kafla í leikjum vel til að vinna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum með þennann leik nokkuð læstann fannst mér og fannst mér við vera loka vel á þeirra aðgerðir“ segir Magnús Már, þjálfari Aftureldingar eftir leik dagsins gegn Gróttu.


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Grótta

Hver eru þín fyrstu viðbrögð frá leiknum?

Við komumst í 2-0, áttum að skora fleiri mörk og áttum fullt af færum,  Jón Ívar var að verja mjög vel í markinu og lokaði á að við bættum við fleiri mörkum. En síðasta korterið var ekki nógu gott hjá okkur, því að þeir skora 2 og þar fá þeir fá stig úr leiknum

Ekki úrslitin sem maður myndi vonast eftir en hvernig fannst þér leikurinn heilt yfir?

Eins og ég segi, mér fannst við vera að stýra leiknum aðeins meira án bolta heldur en með bolta, sem við erum vanir að gera, við vorum þéttir varnarlega og þeir sóttu á okkur en sköpuðu lítið fram að lokakaflanum. En eins og ég segi, seinasta korterið hefðum við átt að standa betur að okkur.“

Kom þér eitthvað á óvart hvernig Chris (Christopher Brazell) spilaði þennann leik?

Nei, þetta var svipað upplegg og þeir hafa verið að spila í seinustu leikjum. Eins og ég segi, þetta var gott lið, góðir leikmenn og gott upplegg en mér fannst við gera vel í að loka á þá

Hvernig ætliði að undirbúa ykkur fyrir næstu leiki?

Við þurfum bara að hækka standartinn og gera betur og átta okkur á því að við þurfum að spila góðar 97 mínútur til að vinna leiki, það dugar ekki að spila kafla í leikjum vel til að vinna leikina. Við þurfum að klára þá í gegn og það þurfum við að æfa vel og vera klárir í næsta leik á móti KV


Athugasemdir
banner
banner