Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 03. júní 2022 23:18
Ísak Orri Leifsson Schjetne
Magnús Már: Dugar ekki að spila kafla í leikjum vel til að vinna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum með þennann leik nokkuð læstann fannst mér og fannst mér við vera loka vel á þeirra aðgerðir“ segir Magnús Már, þjálfari Aftureldingar eftir leik dagsins gegn Gróttu.


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Grótta

Hver eru þín fyrstu viðbrögð frá leiknum?

Við komumst í 2-0, áttum að skora fleiri mörk og áttum fullt af færum,  Jón Ívar var að verja mjög vel í markinu og lokaði á að við bættum við fleiri mörkum. En síðasta korterið var ekki nógu gott hjá okkur, því að þeir skora 2 og þar fá þeir fá stig úr leiknum

Ekki úrslitin sem maður myndi vonast eftir en hvernig fannst þér leikurinn heilt yfir?

Eins og ég segi, mér fannst við vera að stýra leiknum aðeins meira án bolta heldur en með bolta, sem við erum vanir að gera, við vorum þéttir varnarlega og þeir sóttu á okkur en sköpuðu lítið fram að lokakaflanum. En eins og ég segi, seinasta korterið hefðum við átt að standa betur að okkur.“

Kom þér eitthvað á óvart hvernig Chris (Christopher Brazell) spilaði þennann leik?

Nei, þetta var svipað upplegg og þeir hafa verið að spila í seinustu leikjum. Eins og ég segi, þetta var gott lið, góðir leikmenn og gott upplegg en mér fannst við gera vel í að loka á þá

Hvernig ætliði að undirbúa ykkur fyrir næstu leiki?

Við þurfum bara að hækka standartinn og gera betur og átta okkur á því að við þurfum að spila góðar 97 mínútur til að vinna leiki, það dugar ekki að spila kafla í leikjum vel til að vinna leikina. Við þurfum að klára þá í gegn og það þurfum við að æfa vel og vera klárir í næsta leik á móti KV


Athugasemdir
banner
banner