Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 03. júní 2023 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Ísrael í undanúrslit HM eftir að hafa skellt Brasilíu í framlengingu
Ísrael er komið í undanúrslit í Argentínu
Ísrael er komið í undanúrslit í Argentínu
Mynd: Getty Images
U20 ára landslið Ísraels er komið í undanúrslit HM í Argentínu eftir að hafa unnið Brasilíu, 3-2, í framlengingu í dag.

Brasilíumenn voru sigurstranglegir fyrir mótið enda með marga gæða leikmenn innanborðs.

Ísrael hefur komið á óvart en liðið var að spila í fyrsta sinn á mótinu.

Sigur þeirra í dag var engin heppni. Liðið spilaði frábæran fótbolta en lenti undir með marki frá Marcos Leonardo. Anan Khalaili jafnaði fjórum mínútum síðar.

Leikurinn var framlengdur og var það Matheus Nascimento sem kom Brössum yfir strax í upphafi framlengingar en aftur jöfnuðu Ísraelar í gegnum Hamza Shibli.

Dor Turgeman gerði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingar en Ísraelar gátu skorað fleiri.

Þeir fengu tvær vítaspyrnur í síðari hálfleiknum. Kaique Pereira, markvörður Brasilíu, varði fyrri spyrnuna en síðari fór framhjá markinu.

Ísrael er komið í undanúrslit og mætir liðið Bandaríkjunum eða Úrúgvæ þar.

Þess má til gamans geta að allir leikmenn ísraelska liðsins spila í heimalandinu fyrir utan einn en Tai Abed-Kassus spilar með PSV Eindhoven í Hollandi.
Athugasemdir