Lionel Messi og Neymar, leikmenn Paris Saint-Germain í Frakklandi, tóku ekki þátt í sigurhringnum á Parc des Princes í París í kvöld er liðið fagnaði ellefta titlinum.
PSG varð franskur meistari síðustu helgi og fagnaði titlinum fyrir framan stuðningsmenn sína í kvöld.
Liðið tapaði í lokaumferðinni gegn Clermont, 3-2, en sáu samt ástæðu til að fagna.
Þegar verðlaunaafhendingunni lauk fóru þeir Messi og Neymar beint inn í klefa og tóku því ekki þátt í sigurhringnum. Stuðningsmenn PSG hafa ekki verið ánægðir með þessa tvo á tímabilinu og baulað á báða í leikjum liðsins, auk þess sem þeir mættu í tugatali fyrir utan heimili Neymars og öskruðu fúkyrðum í átt að leikmanninum.
Messi mun yfirgefa PSG á næstu dögum og þá er líklegt að Neymar fari sömu leið. Hann hefur verið orðaður við Manchester United en Messi er sagður á leið til Sádi-Arabíu.
Christophe Galtier, þjálfari PSG, tók ekki heldur sigurhringinn og í raun lét hann sig hverfa stuttu eftir leikinn. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið að stýra sínum síðasta leik.
Christophe Galtier leaves the PSG title celebrations alone. His season as an allegory. pic.twitter.com/cXzuwaAFRM
— Get French Football News (@GFFN) June 3, 2023
Athugasemdir