Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. júní 2023 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Slepptu sigurhringnum í París - Galtier lét sig hverfa
Lionel Messi fór inn í klefa og Galtier lét sig hverfa
Lionel Messi fór inn í klefa og Galtier lét sig hverfa
Mynd: EPA
Lionel Messi og Neymar, leikmenn Paris Saint-Germain í Frakklandi, tóku ekki þátt í sigurhringnum á Parc des Princes í París í kvöld er liðið fagnaði ellefta titlinum.

PSG varð franskur meistari síðustu helgi og fagnaði titlinum fyrir framan stuðningsmenn sína í kvöld.

Liðið tapaði í lokaumferðinni gegn Clermont, 3-2, en sáu samt ástæðu til að fagna.

Þegar verðlaunaafhendingunni lauk fóru þeir Messi og Neymar beint inn í klefa og tóku því ekki þátt í sigurhringnum. Stuðningsmenn PSG hafa ekki verið ánægðir með þessa tvo á tímabilinu og baulað á báða í leikjum liðsins, auk þess sem þeir mættu í tugatali fyrir utan heimili Neymars og öskruðu fúkyrðum í átt að leikmanninum.

Messi mun yfirgefa PSG á næstu dögum og þá er líklegt að Neymar fari sömu leið. Hann hefur verið orðaður við Manchester United en Messi er sagður á leið til Sádi-Arabíu.

Christophe Galtier, þjálfari PSG, tók ekki heldur sigurhringinn og í raun lét hann sig hverfa stuttu eftir leikinn. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið að stýra sínum síðasta leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner