þri 03. júlí 2018 07:15
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Í nægu að snúast hjá gæslunni í Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 11. umferðar Pepsi-deildarinnar olli engum vonbrigðum en Stjarnan vann þá dramatískan 3-2 sigur gegn FH í Kaplakrika.

Tveir stuðningsmenn Stjörnunnar stukku úr stúkunni eftir að Hilmar Árni Halldórsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Tómas Meyer og félagar í gæslunni voru þó snöggir að bregðast við.

Skömmu síðar voru FH-ingar ósáttir með að Þorvaldur Árnason dómari hafi ekki dæmt vítaspyrnu og eftir að flautað var til leiksloka kom formaður FH, Jón Rúnar Halldórsson, inn á völlinn og sagði sína skoðun við dómara leiksins. Gæslumennirnir voru þó lítið að kippa sér upp við það.

Hér að neðan má sjá myndir frá Kaplakrika sem Hafliði Breiðfjörð tók.

Sjá einnig:
Crawford: Vona að dómarinn sjái að þetta var röng ákvörðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner