Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 02. júlí 2018 22:32
Egill Sigfússon
Robbie Crawford: Vona að dómarinn sjái að þetta var röng ákvörðun
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tapaði 2-3 fyrir Stjörnunni í síðasta leik í 11.umferð Pepsí-deildar karla í Krikanum í kvöld í rosalegum fótboltaleik. Robbie Crawford leikmaður FH fannst liðið spila vel og sagði það vera mikil vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Stjarnan

„Mér fannst við byrja vel, vörðumst vel eftir fyrsta markið og vorum að verjast vel gegn föstu leikatriðunum þeirra sem við vitum að er þeirra ógn. Fáum svo á okkur svekkjandi mark og förum því miður inn í hálfleikinn með jafna stöðu. Við byrjum seinni hálfleikinn vel en töpum því miður á endanum"

Robbie fékk gult spjald fyrir dýfu sem leit hreinlega út fyrir að vera vítaspyrna og sagði hann að þetta hefði klárlega átt að vera vítaspyrna.

„Mér fannst þetta klárlega víti, ég hef aldrei dýft mér áður og ég fann snertingu, hann var seinn og ég var búinn að koma boltanum framhjá honum og hafði enga ástæðu til að henda mér niður. Ég vona að dómarinn horfi á þetta aftur og sjái að þetta var röng ákvörðun en ég get ekki breytt þessu núna."

FH er núna 8 stigum frá toppsætinu en Robbie segir liðið nógu gott til að geta náð því og hefur trú á að þeir séu enn með í baráttunni.

„Við værum augljóslega til í að vera nær þessu en við höfum trú á að við séum enn með í baráttunni. Við erum með nógu mikla reynslu og getu í liðinu til að minnka bilið og vonast til þess að liðin fyrir ofan okkur tapi stigum. Þetta er erfitt núna en við komum sterkir tilbaka."
Athugasemdir
banner
banner
banner