Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 02. júlí 2018 22:32
Egill Sigfússon
Robbie Crawford: Vona að dómarinn sjái að þetta var röng ákvörðun
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tapaði 2-3 fyrir Stjörnunni í síðasta leik í 11.umferð Pepsí-deildar karla í Krikanum í kvöld í rosalegum fótboltaleik. Robbie Crawford leikmaður FH fannst liðið spila vel og sagði það vera mikil vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Stjarnan

„Mér fannst við byrja vel, vörðumst vel eftir fyrsta markið og vorum að verjast vel gegn föstu leikatriðunum þeirra sem við vitum að er þeirra ógn. Fáum svo á okkur svekkjandi mark og förum því miður inn í hálfleikinn með jafna stöðu. Við byrjum seinni hálfleikinn vel en töpum því miður á endanum"

Robbie fékk gult spjald fyrir dýfu sem leit hreinlega út fyrir að vera vítaspyrna og sagði hann að þetta hefði klárlega átt að vera vítaspyrna.

„Mér fannst þetta klárlega víti, ég hef aldrei dýft mér áður og ég fann snertingu, hann var seinn og ég var búinn að koma boltanum framhjá honum og hafði enga ástæðu til að henda mér niður. Ég vona að dómarinn horfi á þetta aftur og sjái að þetta var röng ákvörðun en ég get ekki breytt þessu núna."

FH er núna 8 stigum frá toppsætinu en Robbie segir liðið nógu gott til að geta náð því og hefur trú á að þeir séu enn með í baráttunni.

„Við værum augljóslega til í að vera nær þessu en við höfum trú á að við séum enn með í baráttunni. Við erum með nógu mikla reynslu og getu í liðinu til að minnka bilið og vonast til þess að liðin fyrir ofan okkur tapi stigum. Þetta er erfitt núna en við komum sterkir tilbaka."
Athugasemdir
banner