Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   mán 02. júlí 2018 22:32
Egill Sigfússon
Robbie Crawford: Vona að dómarinn sjái að þetta var röng ákvörðun
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Robbie vildi fá vítaspyrnu í lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tapaði 2-3 fyrir Stjörnunni í síðasta leik í 11.umferð Pepsí-deildar karla í Krikanum í kvöld í rosalegum fótboltaleik. Robbie Crawford leikmaður FH fannst liðið spila vel og sagði það vera mikil vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Stjarnan

„Mér fannst við byrja vel, vörðumst vel eftir fyrsta markið og vorum að verjast vel gegn föstu leikatriðunum þeirra sem við vitum að er þeirra ógn. Fáum svo á okkur svekkjandi mark og förum því miður inn í hálfleikinn með jafna stöðu. Við byrjum seinni hálfleikinn vel en töpum því miður á endanum"

Robbie fékk gult spjald fyrir dýfu sem leit hreinlega út fyrir að vera vítaspyrna og sagði hann að þetta hefði klárlega átt að vera vítaspyrna.

„Mér fannst þetta klárlega víti, ég hef aldrei dýft mér áður og ég fann snertingu, hann var seinn og ég var búinn að koma boltanum framhjá honum og hafði enga ástæðu til að henda mér niður. Ég vona að dómarinn horfi á þetta aftur og sjái að þetta var röng ákvörðun en ég get ekki breytt þessu núna."

FH er núna 8 stigum frá toppsætinu en Robbie segir liðið nógu gott til að geta náð því og hefur trú á að þeir séu enn með í baráttunni.

„Við værum augljóslega til í að vera nær þessu en við höfum trú á að við séum enn með í baráttunni. Við erum með nógu mikla reynslu og getu í liðinu til að minnka bilið og vonast til þess að liðin fyrir ofan okkur tapi stigum. Þetta er erfitt núna en við komum sterkir tilbaka."
Athugasemdir
banner
banner
banner