Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 03. júlí 2020 22:26
Anton Freyr Jónsson
Albert Hafsteins: Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Mynd: Fram
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Albert Hafsteinsson var ánægður að leikslokum eftir sigurinn í kvöld.

„Þessi leikur var ekkert svakalega vel spilaður af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við missum 3 menn útaf í fyrri hálfleik og þurftum að grafa djúpt í hópinn, erum í meiðslum nú þegar, þetta var liðssigur og vel skipulagður og við gáfum allt í þetta."

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og var Albert spurður hvað Framarar hafi rætt í hálfleik.

„Þeir í raun og veru leysa pressuna okkar alltof auðveldlega og við vorum að pressa á of fáum mönnum, mér fannst þeir droppa meira í seinni hálfleik og það gaf okkur tíma til þess að spila meira og mér fannst það breytast eftir það og þá komum við okkur inn í leikinn og að lokum siglum við þessu."

Albert Hafsteinsson skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir rétt tæplega klukkutíma leik en hvað hugsaði hann þegar hann fékk boltan fyrir utan teiginn?

„Ég hugsaði nú bara um leið og hann droppaði honum að koma honum sem best fyrir mig til að koma honum í skotið og hitta á markið sem gerðist."

Framarar eru með fullt hús eftir fyrstu 3.umferðirnar og var Albert spurður hvort það gefi ekki liðinu „byr undir báða vængi" fyrir framhaldið í deildinni.

„Jájá það er klárt, þetta eru kannski leikir sem við fyrirfram ættum að vinna, en það er ekkert sjálfgefið í þessari deild."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner