Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 03. júlí 2020 22:26
Anton Freyr Jónsson
Albert Hafsteins: Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Mynd: Fram
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Albert Hafsteinsson var ánægður að leikslokum eftir sigurinn í kvöld.

„Þessi leikur var ekkert svakalega vel spilaður af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við missum 3 menn útaf í fyrri hálfleik og þurftum að grafa djúpt í hópinn, erum í meiðslum nú þegar, þetta var liðssigur og vel skipulagður og við gáfum allt í þetta."

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og var Albert spurður hvað Framarar hafi rætt í hálfleik.

„Þeir í raun og veru leysa pressuna okkar alltof auðveldlega og við vorum að pressa á of fáum mönnum, mér fannst þeir droppa meira í seinni hálfleik og það gaf okkur tíma til þess að spila meira og mér fannst það breytast eftir það og þá komum við okkur inn í leikinn og að lokum siglum við þessu."

Albert Hafsteinsson skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir rétt tæplega klukkutíma leik en hvað hugsaði hann þegar hann fékk boltan fyrir utan teiginn?

„Ég hugsaði nú bara um leið og hann droppaði honum að koma honum sem best fyrir mig til að koma honum í skotið og hitta á markið sem gerðist."

Framarar eru með fullt hús eftir fyrstu 3.umferðirnar og var Albert spurður hvort það gefi ekki liðinu „byr undir báða vængi" fyrir framhaldið í deildinni.

„Jájá það er klárt, þetta eru kannski leikir sem við fyrirfram ættum að vinna, en það er ekkert sjálfgefið í þessari deild."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner