Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 03. júlí 2020 22:26
Anton Freyr Jónsson
Albert Hafsteins: Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Mynd: Fram
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Albert Hafsteinsson var ánægður að leikslokum eftir sigurinn í kvöld.

„Þessi leikur var ekkert svakalega vel spilaður af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við missum 3 menn útaf í fyrri hálfleik og þurftum að grafa djúpt í hópinn, erum í meiðslum nú þegar, þetta var liðssigur og vel skipulagður og við gáfum allt í þetta."

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og var Albert spurður hvað Framarar hafi rætt í hálfleik.

„Þeir í raun og veru leysa pressuna okkar alltof auðveldlega og við vorum að pressa á of fáum mönnum, mér fannst þeir droppa meira í seinni hálfleik og það gaf okkur tíma til þess að spila meira og mér fannst það breytast eftir það og þá komum við okkur inn í leikinn og að lokum siglum við þessu."

Albert Hafsteinsson skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir rétt tæplega klukkutíma leik en hvað hugsaði hann þegar hann fékk boltan fyrir utan teiginn?

„Ég hugsaði nú bara um leið og hann droppaði honum að koma honum sem best fyrir mig til að koma honum í skotið og hitta á markið sem gerðist."

Framarar eru með fullt hús eftir fyrstu 3.umferðirnar og var Albert spurður hvort það gefi ekki liðinu „byr undir báða vængi" fyrir framhaldið í deildinni.

„Jájá það er klárt, þetta eru kannski leikir sem við fyrirfram ættum að vinna, en það er ekkert sjálfgefið í þessari deild."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir