Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna María ekki spilað: Líkaminn vinnur gegn henni
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir hefur ekkert náð að spila fyrir Stjörnuna á þessu tímabili vegna meiðsla.

Það er erfitt fyrir Stjörnuna þar sem hún er reynslumesti leikmaður liðsins ásamt því að vera fyrirliði. Fyrir tímabil var hún einróma valin mikilvægasti leikmaður liðsins í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn.

„Hún er svo mikilvæg því hún er Stjörnumanneskja, hún ólst upp þarna og það er ákveðin virðing fyrir henni. Ég held að hún verði svo mikilvæg fyrir hópinn í heild innan sem utan vallar. Fyrir mér er hún alltaf mikilvægust," sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um Önnu Maríu í Heimavellinum fyrir tímabil.

Anna María hefur ekki enn komið við sögu og eru meiðsli að leika hana grátt.

„Ég hef lítið heyrt í henni, en ef hún er ekki búin að spila þá er hún líklega meidd. Þetta er manneskja sem gerir allt í sínu til að reyna að vera heil, en líkaminn hennar vinnur gegn henni. Hún má ekki einu sinni hugsa um að fara á völlinn, þá meiðist hún," sagði sagði Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrrum liðsfélagi hennar í Stjörnunni, í Heimavellinum.

„Hún er fyrsta manneskjan sem er mætt inn í æfingasal að gera æfingarnar, hún er ekki kærulaus en hún er bara alltaf meidd."

„Líkaminn hennar er að vera POS (Piece of S***) við hana."

Stjarnan hefur leikið fjóra leiki í Pepsi Max-deildinni til þessa og er með sex stig. Liðið tapaði gegn Selfossi, 1-4, fyrr í vikunni.
Heimavöllurinn - Hlín machine, Þróttur þorir og KR í bullandi brasi
Athugasemdir
banner
banner
banner