Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 03. júlí 2020 11:50
Magnús Már Einarsson
Bernardo Silva klappaði ekki fyrir Liverpool
Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, vakti reiði hjá stuðningsmönnum Liverpool fyrir leik liðanna í gær.

Leikmenn Manchester City stóðu heiðursvörð og klöppuðu þegar nýkrýndir Englandsmeistarar Liverpool gengu inn á völlinn í gær.

Bernardo Silva var hins vegar ekki á því að klappa fyrir leikmönnum Liverpool eins og liðsfélagar sínir.

Manchester City vann Liverpool örugglega 4-0 en Silva kom inn á sem varamaður á 79. mínútu leiksins.

Hér að neðan má sjá atvikið.


Athugasemdir
banner